Jafnréttisáætlun

Sími: 433 6900

Vakni spurningar um jafnréttisáætlun Snæfellsbæjar hvetjum við áhugasama til að hafa samband við starfsfólk á skrifstofu sveitarfélagsins.

Jafnræðisregla stjórnarskrárinnar kveður á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, litarhátta, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðir, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarar stöðu.

Sérstaklega er kveðið á um jafnan rétt kvenna og karla. Áherslan á jafnan rétt kynja skal vera sýnileg í allri starfsemi sveitarfélagsins. Til að það nái fram að ganga verður öllum kynjum að standa til boða sömu tækifæri til áhrifa, virðingar og þátttöku í samfélaginu jafnt í opinberu lífi og einkalífi. Með því að stuðla að jafnrétti kynjanna er lagður grunnur að velferð einstaklinga, fjölskyldna, atvinnulífs og samfélagsins alls.

Til að ná þessu markmiði skal Snæfellsbær og stofnanir hans gæta jafnréttissjónarmiða og vinna að samþættingu kynjasjónarmiða í stefnumótun og ákvörðunum sínum.

Jafnréttisáætlanir skulu lagðar fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn ekki síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar. Jafnréttisáætlun Snæfellsbæjar var endurskoðuð og samþykkt í bæjarstjórn Snæfellsbæjar þann 5. september 2019.


Nánar:

Getum við bætt efni þessarar síðu?