Listasýning Jóns Óskars á Himinbjörgum

Listasýningin Freecloud. Listamaður Jón Óskar.

Freecloud eru varasöm fyrirbæri, þar sem þau lúta engum veðurkerfum, eru óútreiknanleg, og þarf af leiðandi erfitt að vita ásetning þeirra. Við tölum um Heimdall, sem er aðalmaðurinn hér og guð í þokkabót hvort ástæða sé til að fara í varnarstöðu því þetta er nú staðurinn þar sem aðgangur að brúnni til Valhallar er. Sú brú, Bifröst, er einungis ætluð guðum og hetjum. Við sögðum Heimdalli að Freecloud væri runnið undan rifjum Jóns Óskars listmálara, göfugustum allra kúnstnera sem landið hefur alið, og Heimdallur svarar að óþarfi sé að hafa áhyggjur því Jón Óskar væri nú guð listanna og væri það því heiður að fá hann með sín furðuský í heimsókn.

Sýning er opin fimmtudag og föstudag kl. 16-18. Laugardag og sunnudag kl. 14-18.

Getum við bætt efni þessarar síðu?