Íbúðakjarni í Ólafsvík

Ólafsbraut 62, Ólafsvík
Sími: 430 - 7812

Forstöðumaður íbúðakjarnans er Jón Haukur Hilmarsson. Netfangið hjá honum er jonhaukur@fssf.is.

Í júní árið 2020 samþykkti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun f.h. ríkisins að veita Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga stofn- og sérstakt byggðaframlag fyrir byggingu á íbúðakjarna með 5 íbúðum fyrir fatlað fólk. Samþykkt framlög ríkisins námu samtals 30% af samþykktum stofnkostnaði verkefnisins, en hluti framlagsins kom frá Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Íbúðakjarninn við Ólafsbraut er nýbygging og var hún vígð þann 14. desember 2021 en hóf starfsemi sína í mars 2022.

Íbúðakjarninn við Ólafsbraut 62 í Ólafsvík er alls 440 fermetrar og er með sérinngangi og starfsmannaaðstöðu. Íbúðirnar eru 54-56 fermetrar að stærð og samanstanda af svefnherbergi, stóru baðherbergi, geymslu, þvottarými og alrými með eldhúskróki.

Einn aðalinngangur er inn í bygginguna en þar undir þaki er nokkurs konar „innigata“. Frá henni er gengið inn í hverja íbúð fyrir sig. Útgengt er á veröld við hverja íbúð. Starfsmannarými er í húsinu og hugmyndin er sú að íbúar geti leitað til starfsfólks án þess að fara undir bert loft. Heimilið er ætlað fyrir einstaklinga með fötlun og sértækar þjónustuþarfir.

Byggðasamlag sveitarfélaganna Eyja- og Miklaholtshrepps, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar rekur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga sem heldur utan um lögbundinn sameiginlegan rekstur sveitarfélaganna.

Getum við bætt efni þessarar síðu?