Snæfellsjökulsþjóðgarður

Sandahraun 5, Hellissandur
Sími: 591 2000

Opið er á Gestastofu þjóðgarðsins á Malarrifi og Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi allt árið um kring.

Fyrir upplýsingar um daglegan opnunartíma bendum við á heimasíðu Snæfellsjökulsþjóðgarðs.

Snæfellsjökulsþjóðgarður var stofnaður 28. júní 2001 og nær yfir um 183 km2 svæði innan marka Snæfellsbæjar. Miðja hans og eitt helsta aðdráttarafl er sjálfur Snæfellsjökull, en þjóðgarðurinn var jafnframt sá fyrsti hér á landi sem náði alla leið að sjó.

Þjóðgarðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að vernda bæði sérstæða náttúru svæðisins og merkilegar sögulegar minjar. Jafnframt er markmiðið að auðvelda fólki að ferðast um svæðið og kynnast því.

Þjóðgarðurinn er opinn allt árið og haldið er úti tveimur gestastofum þar sem hægt er að hitta landverði og fræðast um svæðið.


Þjóðgarðsvörður er Hákon Ásgeirsson. Netfang hjá honum er hakon.asgeirsson@ust.is.


Nánar:

Getum við bætt efni þessarar síðu?