Prentaš fimmtudaginn 5. desember kl. 19:42 af www.snb.is

Almennt

Smelltu hér til aš gerast įskrifandi aš flokknum Almennt


Slįšu inn notandanafn og lykilorš til aš skrį žig inn ķ spjallkerfiš.
Netfang:Lykilorš:
Smelltu HÉR til aš nżskrį žig
Glataš lykilorš ? Smelltu HÉR til žess aš fį lykiloršiš žitt sent.

Góšur bęr- gott mannlķf.

19. janśar 2009 18:05


Komið þið blessuð og sæl og gleðilegt nýtt ár! Og takk fyrir gömlu árin.
Mér fannst rétt að koma inn með smá hugleiðingu um okkur og bæinn okkar núna, þegar kreppuumræðan er alveg að kaffæra okkur.

Hér í Snæfellsbæ er næg atvinna og allt til alls.
Nægt húsnæði,góð aðstaða til íþróttaiðkunnar, flott íþróttahús og svo Sólarsport, þar sem er metnaður eigenda er að dekra við viðskiptavini.

Góðir skólar,Ágætar verslanir og stapíl fyrirtæki.
Gott félagsstarf, við allra hæfi,(bara að bera sig eftir því).
Fullt að gerast. Gaman að nefna mjög vel heppnaða sýningu nú nýlega, hjá Leikfélagi Ólafsvíkur,hafi aðstandendur sýningarinnar einlægar þakkir fyrir.

Hið árlega Kúttmagakvöld var um síðustu helgi,sem unnið er af 3 félagasamtökum hér í bæ, af stakri eljusemi, sem er einstök og þakkarverð.

Karoky keppnin skemmtilega.
Og unga fólkið sem keppti í söngvakeppni félagsmiðstöðva á dögunum á Akranesi, og gerði sér lítið fyrir og vann, alveg frábært.

Svo er verið að undirbúa þorrablótið, sem verður örugglega skemmtilegt eins og alltaf,við skulum muna að nefndin vinnur í sjálfboðavinnu og það er auðvitað sjálfsagt að við sýnum þakklæti okkar með því að mæta!
Vona að unga fólkið fjölmenni.

Þetta er bara brot að því góða sem er í gangi.

Svo fer sólin að koma upp, og þá fara Kvenfélagskonurnar í Ólafsvík að baka sólarpönnukökurnar!

Alltaf eitthvað gott og skemmtilegt að gerast, svo að við skulum bara vera hress og kát og bjartsýn.

Snæfellsbær hefur ótal möguleika,sem gaman ætti að vera að glíma við.

Megi okkur öllum ganga allt í hagin.
Kær kveðja
Ester
Fyrra nżtt  Fyrra  Upp  Nišur  Nęsta  Nęsta nżtt 
Žręšir
Titill Höfundur Skrįš
Góšur bęr- gott mannlķf. (Nżtt) Ester Gunnarsdóttir 19.1.2009