Prentaš fimmtudaginn 14. nóvember kl. 16:06 af www.snb.is

Almennt

Smelltu hér til aš gerast įskrifandi aš flokknum Almennt


Slįšu inn notandanafn og lykilorš til aš skrį žig inn ķ spjallkerfiš.
Netfang:Lykilorš:
Smelltu HÉR til aš nżskrį žig
Glataš lykilorš ? Smelltu HÉR til žess aš fį lykiloršiš žitt sent.

Dagurinn ķ dag

22. įgśst 2008 00:19

Í viku hverri hef ég þann kæk að skoða snb.is til að leita frétta frá mínum heimahögum og um leið vefútgáfu vikublaðsins Jökuls. Gerði það í kvöld.
Ég las grein frá Jennýu frænku minni, ég dáist alltaf af hennar eldmóði og baráttuanda fyrir byggðarlagið. Ég tek undir hennar orð með tjaldstæðið inni í Dal, þvílíkt flottur staður sem mætti hlúa betur að. Ég sjálfur er aldrei hrifinn af því þegar verið er að troða tjaldstæðum við hliðina á næstu besnsínstöð. Varðandi Jaðar þá hef ég skoðað útlits teikningarnar. Ég er hrifin af teikningunni, fellur vel að staðnum, stofa með stórum glugga sem snýr út að höfninni. Virkilega vel heppnað að mínu mati.
Varðandi starf eldriborgara þá kemur mér á óvart að hvergi á landinu skuli vera handfærabátur til afnota fyrir eldri borgara sem hafa heilsu til að skreppa á skak í góðu veðri.
Frétt í Jökli í dag sem kom mér mikið á óvart, æskufélagi minn Brynjar ætlar að gerast rollubóndi. Brynjar hefur alltaf komið á óvart.

Kveðja til allra, örugglega einhverjir sem þekkja mig ennþá.
Siggi Skúli
Fyrra nżtt  Fyrra  Upp  Nišur  Nęsta  Nęsta nżtt 
Žręšir
Titill Höfundur Skrįš
Dagurinn ķ dag (Nżtt) Siggi Skśli 22.8.2008