19. september 2013 09:59 (5 lesendur hafa sagt álit sitt.) | ||||||||||||||||||||||
Víkingur vann stórt í gær | ||||||||||||||||||||||
Víkingarnir unnur stórsigur á ÍA á Akranesvelli í gær eða 5:0.Skagamenn byrjuðu leikinn vel og fengu góð færi á fyrstu mínútunum, en Víkingar spiluðu feiknavel og skoruðu í tvígang með stuttu millibili. Fyrst skoraði Antonio Mossi beint úr aukaspyrnu á 17. mínútur og síðan Thorres Tena á 19. mínútu. Skagamaðurinn Arnar Már Guðjónsson fékk að líta rauða spjaldið á 37. mínútu og á þeirri 43. skoraði Francisko Insa þriðja mark Víkings.Enginn kraftur virtist vera í Skagamönnum í seinni hálfleik og á 57. mínútu skoraði Alfreð Hjaltalín fjórða mark Víkinga. Guðmundur Magnússon gerði svo út um leikinn með fimmta markinu á 88. mínútu.Við óskum Víkingum hjartanlega til hamingju með sigurinn og vonum að þeir komist upp úr fallsætinu með sigri á Fylki í Árbænum næstkomandi sunnudag! | ||||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||||