256. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 7. nóvember 2013 og hófst hann í fundarsal Ráðhúss Snæfellsbæjar kl. 16:00.
Mættir:
Jón Þór Lúðvíksson
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Brynja Mjöll Ólafsdóttir í forföllum Rögnvalds Ólafssonar
Kristján Þórðarson
Fríða Sveinsdóttir
Pétur S. Jóhannsson í forföllum Drífu Skúladóttur
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Lilja Ólafardóttir, bæjarritari
Forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð bæjarfulltrúa velkomna. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:
1. Minnisblað bæjarstjóra, dags. 5. nóvember 2013, varðandi gesti á fundi bæjarstjórnar.
Fyrst á dagskrá var símafundur bæjarstjórnar með Kristínu Lindu Árnadóttur, forstjóra Umhverfisstofnunar, Ólafi A. Jónssyni, sviðstjóra, um málefni þjóðgarðsins og Vatnshelli.
Á fundinn mættu nú Jónas Gestur Jónasson, Baldvin Leifur Ívarsson og Kristmundur Sumarliðason f.h. knd. Víkings, og Sigrún Ólafsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Voru þau boðin velkomin.
Jónas Gestur fór yfir knattspyrnumálin í Snæfellsbæ og fylgdi úr hlaði styrkbeiðni sem tekin verður fyrir undir 10. lið. Nokkur umræða skapaðist um knattspyrnumálin og hver framtíð hennar er í bæjarfélaginu.
Viku nú Jónas, Leifur, Kristmundur og Sigrún af fundi og var þeim þökkuð koman.
Á fundinn mætti Ingigerður Stefánsdóttir, leikskólastjóri, og Magnús Þór Jónsson, skólastjóri, og voru þau boðin velkomin. Fylgdu þau eftir beiðnum sínum um fjárframlög á fjárhagsáætlun ársins 2014. Viku nú Ingigerður og Magnús af fundi og var þeim þökkuð koman.
2. Fundargerð 80. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 5. nóvember 2013.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3. Fundargerð 66. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 24. september 2013.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
4. Fundargerð 133. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 25. september 2013.
Lagt fram til kynningar.
5. Fundargerðir 2. og 3. fundar nýrrar stjórnar byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla, dags. 19. september og 9. október 2013.
Lagt fram til kynningar.
6. Fundargerð 360. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands, dags. 18. október 2013.
Lagt fram til kynningar.
7. Fundargerð 809. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. október 2013.
Lagt fram til kynningar.
8. Bréf frá Grunnskóla Snæfellsbæjar, dags. 4. nóvember 2013, varðandi ósk um styrk til að halda árlega bókaveislu í Klifi þann 4. desember n.k.
Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða, en vill koma því á framfæri að styrkurinn felur einungis í sér niðurfellingu á húsaleigu, leigutaki þarf að þrífa og skila húsinu í því ástandi sem hann tók við því.
9. Bréf frá Íslandsdeild EFSA, dags. 7. október 2013, varðandi ósk um styrk og samstarf til að halda Evrópumeistaramót í sjóstangveiði í Ólafsvík 29. – 31. maí 2014.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að gera ráð fyrir kr. 150.000.- styrk til mótsins á árinu 2014.
10. Bréf frá Knd. Víkings, dags. 31. október 2013, varðandi ósk um fjárstuðning á árinu 2014.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa afgreiðslu erindisins til umfjöllunar bæjarráðs um fjárhagsáætlun 2014.
11. Bréf frá Björgunarsveitinni Lífsbjörgu, dags. 30. október 2013, varðandi ósk um fjárstyrk á árinu 2014.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa afgreiðslu erindisins til umfjöllunar bæjarráðs um fjárhagsáætlun 2014.
12. Minnisblað um ljósleiðaravæðingu á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
13. Bréf frá bæjarstjóra varðandi ósk um heimild til lántöku.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi bókun:
„Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 150.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna hluta af framkvæmdaáætlun 2013, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Kristni Jónassyni, kt. 300965-3779, veitt fullt og ótakmarkað umboð f.h. Snæfellsbæjar, til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf., sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari.“
14. Gjaldskrár Snæfellsbæjar fyrir árið 2014
Nokkur umræða skapaðist um gjaldskrárnar. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða allar framlagðar gjaldskrár að undanskilinni gjaldskrá Félagsheimilisins á Lýsuhóli. Var þeirri gjaldskrá vísað til samþykktar í bæjarráði.
15. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana fyrir árið 2014. Fyrri umræða.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa fjárhagsáætlun ársins 2014 til áframhaldandi umfjöllunar í bæjarráði og þaðan í seinni umferð í bæjarstjórn.
16. Minnispunktar bæjarstjóra.
a) Bæjarstjóri sagði frá því að Velferðarráðuneytið hefði ákveðið að endurskoða áætlanir sínar um að fækka sjúkrabílum á svæðinu.
Bæjarstjórn fagnar þeirri ákvörðun heilbrigðisrráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, að ákveða að endurskoða fyrri ákvörðun Velferðarráðuneytisins um fækkun sjúkrabíla á Vesturlandi. Bæjarstjórn ítrekar mikilvægi þess að tryggja öryggi íbúa á svæðinu með því að það sé tryggt að hér séu tveir sjúkrabílar, og a.m.k. annar þeirra sé útbúinn sem neyðarbíll m.v. veður og aðstæður sem skapast geta þegar ferðast þarf með sjúklinga í mikilli veðurhæð.
b) Bæjarstjóri fór yfir málefni vatnsveitunnar.
c) Bæjarstjóri fór yfir fyrirliggjandi kostnað vegna framkvæmda í sundlaug Snæfellsbæjar.
d) Bæjarstjóri fór yfir málefni vatnsverksmiðjunnar. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og lögmanni bæjarins að vinna áfram að málinu í samræmi við það sem rætt var á fundinum.
e) Næsti bæjarráðsfundur er fyrirhugaður fimmtudaginn 21. nóvember. Vegna ófyrirséðra aðstæðna verður fundarsalurinn upptekinn frá og með hádegi þann dag, og var því samþykkt að færa fund bæjarráðs til kl. 10:00 um morguninn.
Þriðjudaginn 26. Nóvember, kl. 11:00 mun verða haldinn óformlegur vinnufundur með bæjarstjórn og verður svo fjárhagsáætlun væntanlega samþykkt í seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi þann 5. desember n.k.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:20
____________________________
Jón Þór Lúðvíksson
____________________________ ___________________________
Kristjana Hermannsdóttir Kristján Þórðarson
____________________________ ___________________________
Kristín Björg Árnadóttir Fríða Sveinsdóttir
____________________________ ___________________________
Brynja Mjöll Ólafsdóttir Pétur S. Jóhannsson
____________________________ ____________________________ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Lilja Ólafardóttir, bæjarritari |